Á hverjum degi bökum við nokkrar tegundir af súrdeigsbrauðum. Við flytjum inn okkar hveiti sjálf frá Ítalíu. Við fylgjumst náið með gæðum hveitisins og prófum okkur áfram með tegundir í hæsta gæðaflokki. Öll okkar brauð eru mjólkur- og sykurlaus.Við bökum brauð úr sömu korntegundum og forfeður okkar neyttu fyrir þúsundum ára. Markmiðið með þessu afturhvarfi til fortíðarinnar er að geta boðið viðskiptavinum okkar meira úrval af hollu og nærandi brauði, svokölluðu Ancient brauði.
Súrdeigsbrauð
Súrdeigsbrauðin okkar eru allt annað en súr. Í þau notum við sérstaka hveitiblöndu, vatn og salt. Ekkert annað.
Sveitabrauð
Það er langbest beint úr ofninum með smjöri og salti.
Graskersbrauð
Innihald: Hvítt hveiti, durum, karamellu bygg, melónu-,reykt graskers- og sólblómafræ, vatn, sjávarsalt frá Saltverk.
Speltbrauð
Spelt er gamalt egypskt korn sem inniheldur mýkra glúten en venjulegt hveiti og er þekkt fyrir léttleika og sitt náttúrulega sæta bragð.
Rúgbrauð
Innihaldið er að mestu leyti fræ og kjarnar eða um 80% og er restin blanda af hveiti og rúgmjöli.
Búlgurbrauð
Búlgur hafa hátt hlutfall af trefjum og próteinum en lágt hlutfall af kolvetnum.
Byggbrauð
Innihald: Hvítt hveiti, bygghveiti, bygg, vatn og sjávarsalt frá Saltverk blandað við bygg flögur.
Enkirbrauð
Enkir hveiti hefur hátt próteingildi og einnig mikið af selen og fleiri vítamínum.
Khorasan (Kamut) brauð
Brauð með Khorasan hveiti eru vinsæl meðal íþróttafólks og öllum þeim sem sækjast eftir hollu og orkuríku fæði.
Kínóabrauð
Kínóa inniheldur allar nauðsynlegar amínósýrur, ásamt fjölmörgum öðrum næringarefnunum. Það hefur því sem næst tvisvar sinnum meiri trefjar en flestar korntegundir.
Baguette
Skorpan verður að vera stökk og fullkomin og brauðið mjúkt og gómsætt.