Hjá Sandholt er löng hefð fyrir því að baka brúðartertur. Þegar panta á eina slíka er best að gefa sér tíma til að hitta meistarann okkar, fá að smakka þær bragðtegundir sem verðandi brúðhjón hafa mestan áhuga á og ræða síðan útlit tertunnar og aðrar óskir. Gott er að byrja á því að hringja og athuga hvort dagsetning henti fyrir bakarann og að panta tíma fyrir smökkunina.

Continue reading

Skírnartertur er hægt að panta hjá Sandholt. Ræðið við bakarann okkar um ykkar hugmyndir og bragðtegundir sem eru efst á óskalistanum.

Continue reading

Við tökum að okkur að sjá um veitingar fyrir allar veislur. Við lögum tertur, kökur og margar tegundir af eftirréttum. Snittur og pinnamat er einnig hægt að fá hjá okkur. Það er mikilvægt að hringja og panta tíma með bakaranum til að komast að niðurstöðu um besta veislukostinn.

Fermingartertur eru lagaðar eftir pöntunum og geta verið í hvaða formi sem óskað er eftir. Hægt er að skrifa á tertur eða skreyta þær eftir óskum fermingarbarns.

Continue reading